Greint var frá því í Fiskifréttum í nóvember sl. að þverpólitísk samstaða hefði skapast á danska þinginu um að breyta löggjöf um veiðar smábáta. Í fréttinni segir að samkomulagið feli í sér aukinn stuðning við strandveiðar og sérstakar ívilnanir fyrir þá sem stunda umhverfisvænar veiðar.
