Fengsæl grásleppuvertíð

Fengsælli grásleppuvertíð er nú að ljúka.  Alls stunduðu veiðarnar 172 bátar og nemur afli þeirra 7.349 tonnum þegar 2 bátar eru enn að veiðum.  Afli hvers báts að meðaltali 43 tonn sem er sá mesti í sögu grásleppuveiða.  Umreiknað í þekktar einingar samsvarar aflinn yfir 80 tunnum af hrognum að meðaltali á hvern bát.
Landanir á vertíðinni voru alls  2.742, sem skilar 2,7 tonna meðaltali.  Fúsi SH var með hæsta meðaltalið 7,3 tonn, 51,4 tonn í 7 róðrum.
IMG_0090.png
Aflahæsti báturinn var Hugrún DA 1 með 115 tonn.  Báturinn er gerður út frá Skarðsstöð á Skarðsströnd í Dölum.   Sjá nánar umfjöllun í Skessuhorni.
Alls voru fimm bátar með yfir 100 tonn.
Hugrún DA 115,1 tonn
Sigurey ST 110,3 tonn
Hlökk ST        107,2 tonn
Aþena ÞH 103,4 tonn
Rán SH 100,0 tonn
Resized_20210623_181642 (1).png
Vertíðarinnar 2021 verður þó ekki eingöngu minnst fyrir aflamet heldur einnig fyrir verð sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn lágt.