Strandveiðar nýtist landinu öllu

Heimastjórn Borgarfjarðar ræddi strandveiðar á síðasta fundi sínum.  Samþykkt var að skora á sjávarútvegsráðherra að leita allra leiða til þess að ekki komi til stöðvunar strandveiða.
Orðrétt segir í frétt af fundi Heimastjórnar Borgarfjarðar þann 5. júlí 2021:
„Útlit er fyrir að útgefinn strandveiðikvóti muni að óbreyttu ekki duga út ágúst. Til að auka byggðafestu er 5,3% aflaheimilda úthlutað í m.a. almennan byggðakvóta, sértækan byggðakvóta, línuívilnun og strandveiðar. Af öllum þessum úrræðum kemur svo til ekkert á Borgarfjörð fyrir utan strandveiðiaflann. Strandveiðarnar eru mikilvægar atvinnulífinu á Borgarfirði. Í ágústmánuði ganga veiðar að jafnaði best og því yrðu það mikil vonbrigði ef veiðarnar yrðu stöðvaðar.
181049692_10221450217317377_2446152002480040856_n.png
Eftirfarandi var fært til bókar: 
„Heimastjórn Borgarfjarðar skorar á sjávarútvegsráðherra að leita allra leiða til þess að ekki komi til stöðvunar strandveiða. Finna þarf lausn í kerfinu til að unnt sé að tryggja 48 daga á hvern bát. Að öðrum kosti er mikilvægt að ráðstafa aflaheimildum á annan hátt en nú er gert svo strandveiðarnar nýtist landinu öllu og bátar á svæðum þar sem veiði er betri síðsumars fái að veiða á þeim tíma sem afli er mestur og verðmætastur.