Grásleppa – þriðjungi minni veiði

Að loknum 10. degi grásleppuvertíðarinnar sýnir samanburður við vertíðina 2022 að veiðin nú er þriðjungi minni á hverja umvitjun.   
Alls höfðu 36 útgerðir virkjað leyfi í gær 29. mars, sami fjöldi og í fyrra. 
 

 

20. mars – 29. mars

10 dagar

Virk leyfi

Afli

Landanir

Afli/löndun

2022

36 bátar

113 tonn

86 róðrar

1.320 kg

2023

36 bátar

  78 tonn

88 róðrar

   886 kg

Eftirspurn eftir grásleppu á fiskmörkuðum er með miklum ágætum.  Í gær 29. mars voru seld 15,2 tonn og var meðalverðið 561 kr/kg.
Taflan sýnir magn og meðalverð fyrir grásleppu sem seld hefur verið á fiskmörkuðum frá upphafi vertíðar.  Gríðarleg verðhækkun milli ára.

 

21. mars – 29. mars

 

Magn

Verð

2022

62,3 tonn

298 kr/kg

2023

65,7 tonn

505 kr/kg


Í takt við ráðgjöf Hafró
Áhugavert er að bera veiðina nú saman við niðurstöður úr togararallinu.  Greinileg samsvörun þar á milli þar sem í fyrra var ráðgjöf Hafró 6.972 tonn, en í ár 4.411 tonn.
230330 logo_LS á vef.jpg