Grásleppuveiðar í 35 daga

Matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar 2023.  Breytingin felur í sér fjölgun veiðidaga, í stað 25 veður fjöldi þeirra 35.  Reglugerðin mun birtast í Stjórnartíðindum 11. apríl.
Í bréfi LS til Matvælaráðuneytisins var þess farið á leit að fjöldi daga yrði 30.  Ákvörðun félagsins var byggð á niðurstöðu grásleppunefndar LS.  
Í bréfinu er bent á að lífmassavísitala grásleppu sé nú í sögulegu lágmark og því ástæða til að fara varleg við ákvörðun um heildarfjölda veiðidaga.  
Screenshot 2023-04-05 at 16.04.26 (1).png
Til þessa hefur veiðin gengið illa, 40% samdráttur milli ára.  Það kann þó að breytast þar sem hitastig sjávar er nú lægra en verið hefur og við þær aðstæður gangi grásleppan seinna til hrygningar.  Jafnframt hefur mikil þorskgengd eins nú hefur verið áhrif á veiðarnar.  Þá var einnig bent á að tíðarfar hefði á fyrstu 16 dögum vertíðarinnar átt sinn þátt í að draga úr veiði.
Taflan sýnir stöðu grásleppuveiða að loknum 16 dögum [20. mars – 4. apríl]

 

2023 

2022

Afli

209 Tonn 

420 Tonn 

Landað 

44 Bátar 

59 Bátar 

Fjöldi landana

    213

 258

Landanir

4,6 pr. bát

4,4 pr. bát

Afli pr. löndun

0,98 Tonn 

1,63 Tonn 

Leyfisdagar

529 Dagar 

517 Dagar 

Afli pr. leyfisdag

395 Kg 

811 Kg 

Milli umvitjana

2,48 Dagar 

2,00 Dagar 

Mestur afli á bát

18,9 Tonn 

30,5 Tonn 

Meðaltal á bát

4,5 Tonn 

7,1 Tonn 

Þorskafli 

145 Tonn 

138 Tonn