Að loknum fyrsta degi er hægt að fullyrða að almenn ánægja hafi ríkt meðal strandveiðisjómanna. Flestir að ná skammtinum sem samanstóð af góðum fiski.
Gegnum fiskmarkaðina fóru alls 255 tonn af óslægðum þorski sem gaf 416 króna meðalverð.
Alls 403 bátar nýttu daginn. Samanlagður afli á hafnarvog 337 tonn þar af 313 tonn þorskur. Líklegt er að endurvigtun skili eitthvað lægri tölu enda meðaltalið á bát 777 kg af þorski.
Vissulega er það gott að sem flestir nái skammtinum, en óþolandi er hversu margir fara allt of mikið framyfir. 774 kg af óslægðum þorski er hámark sem ber að virða.
Til samanburðar við síðasta ár var meðaltalið þá 730 kg og fjöldi báta 326 á fyrsta degi.
Vakin er athygli á að afli sem skráist sem umframafli á strandveiðum reiknast ekki til byggðakvóta. Hvorki sem mótframlag né veiðireynsla og er það breytt framkvæmd frá fyrri árum. Sjá nánar Fiskistofa.
Svæði | Fj. báta | Landanir | Magn | Þorskur | Ufsi | Karfi |
A | 220 | 220 | 186.915 | 176.846 | 2.019 | 565 |
B | 54 | 54 | 36.469 | 36.044 | 120 | 46 |
C | 31 | 31 | 25.880 | 24.105 | 1.247 | 0 |
D | 98 | 98 | 87.478 | 75.990 | 848 | 142 |
Samtals | 403 | 403 | 336.742 | 312.985 | 4.234 | 753 |
Tölur frá Fiskistofu