Annar veiðidagur strandveiðitímabilsins er í dag en veiðarnar hófust á fimmtudaginn var. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, var gestur Morgunútvarpsins á Rás tvö.

„Þessar veiðar eiga að vera frjálsar. Litlir bátar með handfæri einn,
tvo karla um borð, þessir menn eiga að fá að vera í friði“
„„Svo er skemmtileg þversögn í þessum blessuðu fiskveiðilögum að
þar stendur annars vegar að menn megi veiða 12 daga í mánuði en
svo kemur bara næsta klásúla sem segir að þegar þeir eru búnir að
veiða ákveðið magn, þá bara eru veiðarnar stöðvaðar.““