Mesta fjölgun báta á svæði D

Á morgun 5. maí hefst 17. tímabil strandveiða.  Aldrei í sögu strandveiða hafa verið gefin út jafnmörg leyfi alls 775.  Óafgreiddar umsóknir skipta tugum.

Myndin sem hér fylgir sýnir fjölda báta sem stunduðu strandveiðar á tímabilinu 2014 – 2024 og hvernig leyfi sem afgreidd hafa verið skiptast milli svæða.

Tryggt hefur verið að strandveiðar standa til ágústloka í alls 48 daga.  Þannig hefur verið endurheimt jafnræði milli landshluta, 12 dagar í hverjum mánuði.

Mikið hefur verið að gera við hafnir landsins á undanförnum dögum.  Menn að gera allt klárt og sjósetja, eins og þessi mynd frá Þórshöfn sýnir þegar Kló ÞH er sjósett.  

Nú, svo er að taka stímið.  Arnarstapi í framundan.