Á fyrstu 5 mánuðum ársins hefur orðið veruleg aukning á sölu grásleppukavíars og saltaðra hrogna. Um 3000 tunnur höfðu verið seldar af söltuðum hrognum sem er nærri tvöfalt meira en á sama tímabili í fyrra, janúar – maí.
Grásleppukaviar hefur einnig selst vel, en þar er um 40% aukning milli ára.
Verð á þessum vörum hefur hækkað lítillega milli ára.
Sömu sögu er hins vegar ekki hægt að segja af frosinni grásleppu. Magnið helst í stað, en verðið nú er um fjórðungi lægra en í fyrra.
Heildarútflutningsverðmæti þessara afurða nemur 750 milljónum sem er 70 milljónum meira en í fyrra.
Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands