Fengsælli grásleppuvertíð er nú að ljúka. Alls stunduðu veiðarnar 172 bátar og nemur afli þeirra 7.349 tonnum þegar 2 bátar eru enn að veiðum. Afli hvers báts að meðaltali 43 tonn sem er sá mesti í sögu grásleppuveiða. Umreiknað í þekktar einingar samsvarar aflinn yfir 80 tunnum af hrognum að meðaltali á hvern bát.
Landanir á vertíðinni voru alls 2.742, sem skilar 2,7 tonna meðaltali. Fúsi SH var með hæsta meðaltalið 7,3 tonn, 51,4 tonn í 7 róðrum.
Aflahæsti báturinn var Hugrún DA 1 með 115 tonn. Báturinn er gerður út frá Skarðsstöð á Skarðsströnd í Dölum. Sjá nánar umfjöllun í Skessuhorni.
Alls voru fimm bátar með yfir 100 tonn.
Hugrún DA 115,1 tonnSigurey ST 110,3 tonnHlökk ST 107,2 tonnAþena ÞH 103,4 tonnRán SH 100,0 tonn
Vertíðarinnar 2021 verður þó ekki eingöngu minnst fyrir aflamet heldur einnig fyrir verð sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn lágt.