Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag veiðiráðgjöf fyrir næsta ár. Samkvæmt aflareglu stjórnvalda verður óhætt að veiða um 14 þúsund tonnum meira af þorski á næsta fiskveiðiári en í ár.
Þvert á spá stofnunarinnar á síðasta ári fer veiðistofn nú stækkandi. Hann er 1.356 tonn eða 14% stærri en spáð var. Helsta ástæða þess að spáin gekk ekki eftir er að meðalþyngdir reyndust hærri en áætlað hafði verið. Rétt er að minna á að góð innistæða hefur því verið fyrir gagnrýni LS varðandi mælingar stofnunarinnar á meðalþyngdum sl. árs. LS sagði þær tölur ekki standast og væri stærð stofnsins því vanmetin. LS hvatti ráðherra í kjölfarið að gefa út meiri þorskkvóta á grundvelli þessa.
20% aukning í ýsu
Svo virðist vera að ýsan hafi sett í fluggírinn. Hafró leggur til að veiði verði aukin um 20%.
Taflan sýnir tillögur Hafró í helstu tegundum