Króksmenn fagna Skeljungsdælunni

Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks var haldinn á Tálknafirði laugardaginn 22. september.  Gott hljóð var í Króksmönnum þennan daginn enda einmunablíða og því margir á sjó sem kom niður á mætingu á fundinn.
Í máli Einars Helgasonar formanns Króks kom fram að félagið hefði komið með beinum hætti að strandveiðifrumvarpinu með því að mæta á fund atvinnuveganefndar Alþingis og veita umsögn.  Hann sagði ánægjulegt hversu svæðisfélög LS tóku breytingunum vel þrátt fyrir að dögum gæti fækkað á öllum svæðum að A undanskildu.
Skeljungsdælan
Formaður fagnaði því sérstaklega að Skeljungsdælan væri loksins komin í notkun.  Mikil bót lægra olíuverð og hraðari dæling.  
Stjórn Strandveiðifélagsins Króks:
Einar Helgason formaður
Davíð Bredesen ritari / gjaldkeri
Halldór Árnason varaformaður
Tillögur Króks til 34. aðalfundar LS
IMG_8693.png