Á fundi hagsmunasamtaka útgerðar (LS og SFS) og sjómanna (FFSÍ, SSÍ, VM) voru ákveðnar verðbreytingar á slægðum þorski, karfa og ufsa.
Viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á slægðum þorski og karfa lækkar um 5%, en verð á ufsa hækkar hins vegar um 2,2%.
Breytingin tekur gildi í dag 2. mars og nær til afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.