Eitt af þeim atriðum sem rædd voru á samráðsfundi LS og Fiskistofu snéri að aukinni hagræðingu og lækkun kostnaðar. Þar var einkum rætt um í hvaða tilvikum tölvupóstur geti komið stað skeytasendingar.
Með því að fylla út eyðublað sem birtist með því að blikka hér, sækir viðkomandi um að tilkynningar um umframafla skuli eftirleiðis sendar í tölvupósti í stað skeytasendingar.
Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga:
Nýtt fyrirkomulag tekur ekki gildi fyrr en eftir að Fiskistofa hefur
fengið eyðublaðið undirritað af til þessum bærum aðilum útgerðar og
Fiskistofa hefur áritað samninginn og sent hann til baka.
Landi skip umframafla leitast Fiskistofa við að senda tilkynningu um
umframaflastöðu á milli kl 8:00 og 9:00 morguninn eftir. Útgerðin þarf
þá að senda til baka staðfestingu á móttökunni fyrir kl 11:00 sama dag.
Tryggja þarf að tilkynning Fiskistofu um umframafla berist skipstjóra án
tafar.