STRANDVEIÐAR
Strandveiðar hafa verið stundaðar við Ísland frá landnámi. Þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga hefur viðhaldist í aldanna rás, þar sem þekking og kunnátta hafa gengið kynslóðanna á milli. Í dag stuðla strandveiðar að sjálfbærum og umhverfisvænum veiðum, styðja við smærri samfélög og jafna aðgang að auðlindum sjávar.
Þrátt fyrir augljósa kosti strandveiða fyrir haf og þjóð hafa stjórnvöld haldið smábátaflotanum í spennitreyju svo áratugum skiptir. Til þess að rétta hlut trillukarla og kvenna innan sjávarútvegskerfisins hafa Landssamband smábátaeigenda og Strandveiðifélag Íslands tekið höndum saman og framleitt kynningarmyndbönd sem draga raunsæja mynd af lífi og starfi smábátasjómanna og framlagi þeirra til menningar, umhverfisverndar og hagsældar.
MANNRÉTTINDIN
Strandveiðar opna dyr fyrir þá sem vilja stunda sjósókn óháð duttlungum stórútgerðarinnar, enda er kerfið sprottið af úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um rétt til atvinnufrelsis og rétt til að velja sér búsetu.
LANDSBYGGÐIN
Strandveiðar eru mikilvægur liður í því styrkja brothættar byggðir og glæða sjávarpláss lífi á ný. Kosturinn við strandveiðar er að þær eru alfarið sjálfsprottin grasrótarlausn á byggðavandanum. Innan strandveiðikerfisins er það fólkið í landinu sem stjórnar för.
GÆÐIN
Afli strandveiða er fyrsta flokks vara sem er afar eftirsótt um allan heim. Öllum afla er landað samdægurs, meðferð fisksins góð og krafan um vistvænar og félagslega ábyrgar vörur æ háværari með hverju ári.
NÁTTÚRAN
Strandveiðar eru umhverfisvænustu veiðarnar, hvort sem litið er til kolefnisspors, röskunar á lífríki sjávar, meðafla eða plastmengunar.
RABBI
Rabbi gerir út frá Ólafsvík á bátnum Katrín II SH 475.
DÓRA
Dóra gerir út bátinn Andra SH 255 frá Rifi.
HELGI HLYNUR
Helgi Hlynur gerir út bátinn Hafbjörgu NS 16 frá Borgarfirði eystri.
FRIÐJÓN & ÁSTA BJÖRK
Friðjón og dóttir hans Ásta Björk gera út bátinn Fíarún SH 13 frá Grundarfirði.
ALEXANDER & JÓN MARTEINN
Alexander og afi hans, Jón Marteinn, byrjuðu á strandveiðum 2010 þegar þeir keyptu bátinn Mjóna frá Kálfavík. Nú gerir Alexander út sinn eigin bát, Bláa Afa á meðan Jón Marteinn rær Mjóna. Þeir gera báðir út frá Bolungarvík.