500 bátar á strandveiðum

Í gær 6. maí á öðrum degi strandveiða nýttu leyfi sín alls 500 bátar.  Afraksturinn var 324 tonn af þorski 648 kg að meðaltali á bát.   

Boðin voru upp á fiskmörkuðum landsins 225 tonn af óslægðum þorski veiddum á handfæri sem skilaði 475 króna meðalverði fyrir hver kíló.

Töflur sem hér fylgja sýna tölur um veiðina í gær og samanlagða stöðu eftir tveggja daga veiði.